Karl Ágúst Úlfsson

Karl Ágúst Úlfsson

Karl Ágúst Úlfsson er landsþekktur fyrir störf sín í þágu listar og menningar. Í gegnum tíðina hefur hann þýtt fjölda bóka, skrifað leikrit, samið sjónvarpsefni og kennslubækur svo fátt eitt sé nefnt. Árið 2014 gaf Karl út bókina AþenaOhio.

Hjá Benedikt hafa komið út bókin Átta sár á samviskunni,  sem inniheldur bráðskemmtilegar sögur um fólk úr ýmsum áttum og vorið 2021 skáldsagan Eldur í höfði.

Eldur í höfði

Eldur í höfði

Þetta eru ekki mínar hugsanir. Þær bara koma. Ég veit ekki hvaðan og ég get ekki stjórnað þeim á nokkurn hátt. Ein af annarri læðast þær inn í höfuðið á mér.

Hver hugsun er vagn sem tengist við vagn sem tengist við vagn. Höfuðið á mér er lestarstöð þar sem fleiri og fleiri lestir renna stjórnlaust inn. Einn daginn springur það. Höfuðið á mér.

Karl Ágúst Úlfsson hefur skrifað fjölda leikrita,söngleikja, útvarps- sjónvarps- og kvikmyndahandrit, ljóð og söngtexta, auk þess að vera mikilvirkur þýðandi. Hann hefur sent frá sér tvö smásagnasöfn. Eldur í höfði er hansfyrsta skáldsaga.

Átta sár á samviskunni

Átta sár á samviskunni

Átta sár á samviskunni er smásagnasafn eftir Karl Ágúst Úlfsson, gefið út árið 2019 af Benedikt bókaútgáfu.

Hér eru á ferðinni bráðskemmtilegar sögur um fólk úr ýmsum áttum en bókin inniheldur fjölbreyttar sögur sem fjalla um ýmislegt, allt frá lömuðum maraþonhlaupara og blóðfórn í Ikea til jólaplattasafns frá Bing & Gröndal. Sömuleiðis er stjórnmálamaður í leit að karakter og svo kemur við sögu verndarengill lagermanna.

Karl Ágúst Úlfsson hefur getið sér gott orð sem leikari, leikstjóri, þýðandi og leikskáld. 

Kápuhönnun: Ólafur Unnar Kristjánsson
ISBN: 978-9935-488-47-3
176 bls.

Karl Ágúst er kómedíumeistarinn okkar og hér er marga góða skemmtun að hafa.

Hallgrímur Helgason
Rithöfundur

Frábær höfundur! Kom mér skemmtilega á óvart.

Salka Bjarnfríðardóttir
Yfirlesari

Skondnar frásagnir með alvarlegum undirtón, og jafnvel meiningum, af áhugaverðum persónum í ýmsu grátbroslegu brasi.

Ingunn Snædal
Ljóðskáld og þýðandi