Randalín, Mundi og leyndarmálið
Randalín, Mundi og leyndarmálið
Hér segir frá spennandi og lærdómsríkum ævintýrum Randalínar og Munda. Þau eignast nýja vini, komast að leyndarmáli nágranna síns, stofna hljómsveit og átta sig á að hlutirnir eru ekki alltaf eins og fólk heldur í fyrstu.
Þetta er bók fyrir alla sem kunna að meta fyndnar og skemmtilegar sögur.
Þórarinn M. Baldursson myndskreytti.