Okkar á milli

Frances er upprennandi skáldkona; hnyttin, rökvís og athugul. Á kvöldin slammar hún ljóð á lítt þekktum börum í Dublin ásamt Bobbu, bestu vinkonu sinni og fyrrverandi kærustu.

Frægðarsólin rís. Frances og Bobba fara í viðtal hjá blaðakonu sem þær meta mikils og vingast í kjölfarið við hana og eiginmann hennar, þekktan leikara. Við blasir áður ókunn og heillandi veröld: velgengni, velmegun, lífleg matarboð, sumarhús í Frakklandi.

En fyrr en varir verða samskiptin – og ástamálin – flóknari en nokkurn hefði órað fyrir.

Þessi fyrsta skáldsaga höfundar vakti gífurlega athygli og hefur hlotið mikið hrós. Bráðskemmtileg og fersk saga.

Þýðandi: Bjarni Jónsson
Kápuhönnun: Ólafur Unnar Kristjánsson
ISBN: 978-9935-488-26-8
302 bls.

Sally Rooney

Eitursnjöll, bráðskemmtileg og kemur á óvart

The Guardian

Ótrúlega frumleg saga um framhjáhald.

The New York Times

Per­són­ur Roo­ney í sög­unni Okk­ar á milli eru vel skapaðar, flókn­ar og oft á tíðum er erfitt að átta sig á valda­ó­jafn­væg­inu þeirra á milli sem er rauði þráður­inn í bók­inni. Höf­und­ur seg­ir sög­una í gegn­um Frances á ein­læg­an hátt og hugs­an­ir henn­ar flæða blátt áfram. Frances lýs­ir hlut­un­um ná­kvæm­lega eins og þeir ger­ast, eða að minnsta kosti eins og hún sér þá, sem gef­ur sög­unni sér­stak­an blæ. Á tíðum er eins og orðin renni á blaðið í meðvit­und­ar­straumi sem fang­ar les­end­ur með í dimm­an og sjálf­skaðafull­an hug­ar­heim Frances. Und­ir­rituð hlakk­ar til að lesa meira úr smiðjum hinn­ar ungu Sally Roo­ney, sem gef­ur inn­sýn í hug­ar­heim ungs fólks og eldra sem aðhyll­ist eins kon­ar fjöl­lyndi, hvort sem það er vilj­andi gert eður ei.

Þorgerður Anna Gunnarsdóttir

2. desember 2018, Morgunblaðið

Pin It on Pinterest

Share This